Skilalýsing

Skilalýsing

Eyravegur 34a / 34b

Um er að ræða 2 fjölbýlishús, hvort um sig 47 íbúða á fimm hæðum.

Íbúðirnar eru ýmist 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja. Eignum verður skilað fullfrágengnum að innan sem utan.

Byggingaraðili

FYRIR

Teikningar

Allar teikningar liggja fyrir við afhendingu .e. aðalteikningar, burðarvirkisteikningar, glugga- og hurðateikningar, lagnateikningar og rafmagnsteikningar.


Hönnuðir

Byggingastjóri:

.



Arkitektahönnun:

ARKÍS Arkitektar – Arnar Þór Jónsson

Burðarþols- og lagnahönnun:

.

Landslagshönnun:

.

Raflagnahönnun:

.


Frágangur lóðar

Lóðin Eyravegur 34 skilast öll með þökulögn. Bílastæði verða malbikuð. Gangstétt verður hellulögð. Í stað hefðbundinna sorptunnuskýla er gert ráð fyrir djúpgámum skv. teikningu. Þá er hellulagt fyrir aftan svalainngang neðstu hæðar, í línu við svalakant efri hæða. Verktaki gengur frá parkettgólfefni.

Sameign

Á neðstu hæð er tæknirými sem og vagnageymsla og úti á lóð er sameiginlegt rými fyrir hjól skv. teikningum. Gólf verða máluð í gráum lit.

Gluggar og hurðir

Ál-trégluggar og hurðir eru fullmáluð í lit að utan skv. teikningum og hvítum að innan.

Þak og loft

Þak er byggt upp úr steyptum filigran plötum með ásteypulagi, síðan er þak einangrað að ofan með 200-225mm plasteinangrun sem er sniðskorin að niðurföllum. PVC þakdúkur kemur ofan á plasteingangrun, þakpappi og farg þar yfir. Frágangsflasning er yfir þakkanti úr lituðu stáli. Að innan er loft sparslað, grunnað og málað í ljósum lit.

Milliloft

Milliplötur eru byggðar upp úr steyptum filigran plötum með ásteypulagi. Loft er sparslað, grunnað og málað í ljósum lit.

Brunaveggir milli íbúða

Brunaveggir milli íbúða eru steyptir 200mm veggir. Veggir eru sparslaðir, grunnaðir og málaðir í ljósum lit beggna vegna.

Botnplata

Einangrun undir plötu er 16kg/100mm plasteinangrun. Járnabinding er 6mm járnmottugrind. Steypa er af gerðinni S-250. Botnplata er slödduð og hitalagnir í gólfi. Verktaki gengur frá parkettgólfefni.

Lagnir

Skolp- og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu. Ofnalagnir eru steyptar í botnplötu á jarðhæð og tengdar skv. teikningum en ofnar eru í öllum íbúðum. Rör í rör kerfi fyrir neysluvatn er undir botnplötu á jarðhæð og tengt við tengikistur.

Raflagnir

Rafmagnslögn er fullfrágengin, með útiljósum og skylduljósum inni (ekki innfelld lýsing). Allir tenglar úr hvítu, frágengnir.

Útveggir

Útveggir eru steyptir samlokuveggir með 100mm einangrun með pússaðri áferð að innan og fínpússaðri veðurkápu að utan, álklæðning að hluta tengt svalalausnum skv. teikningum. Að innan eru veggir sparslaðir, grunnaðir og málaðir í ljósum lit.

Málning

Allir út- og innveggir eru sandspartlaðir og fullmálaðir með ljósri málningu.

Gólfefni

300x600mm ljósar eða gráar flísar eru á gólfum í baðherbergi og þvottahúsi og ljósgráleitt parkett á gólfum í öðrum rýmum.

Inntaksgjöld rafmagns og hita eru greidd

Skipulagsgjald, sem er 0,3% af brunabótamati eignar kemur til greiðslu síðar og er ógreitt við afhendingu (kaupandi yfirtekur en endanlegur kaupandi greiðir).

Innveggir

Allir léttir innveggir eru hlaðnir gipsveggir og eru sparslaðir, grunnaðir og málaðir í ljósum lit. Mögulega verða hlaðnir gipsveggir í votrýmum.

Svalir og svala stigagangur

Á svölum sem og á svalagangi eru stálhandrið pólýhúðuð í sama lit og álklæðning að framan. Í stigagangi eru stálhandrið pólýhúðuð. Þá er loftstokkur og lyfta ásamt þjónustusamningi sem fylgir með við afhendingu.

Frágangur innanhúss

Veggir við sturtu verða flísalagðir með samskonar flísum og eru á gólfi, blöndunartæki fylgja. Innrétting á baði er 800mm með 2 skúffum og vaski ofaná, innrétting er öll í matt hvítu. Blöndunartæki fylgja. Upphengt klósett er á baði með hæglokandi setu. Í þvottahúsi verður dökkgrá plastlögð borðplata með skolvaski úr stáli, blöndunartæki fylgja. Innrétting í eldhúsi er samkvæmt teikningu og er hún í matt hvítu eða dökkum lit að hluta. Frá HTH eða sambærilegt. Borðplata er dökkgrá plastlögð. Vaskur og blöndunartæki fylgja. Heimilistæki: Ofn, keramik helluborð, uppþvottavél og vifta að vandaðri gerð. Án ísskáps. Fataskápar eru í hjónaherbergi, 2000mm í eikarlit eða matt hvítu, með hurðum. Fataskápar eru í forstofu, 1000mm úr eikarlit eða matt hvítu, með hurðum. Innihurðir eru í matt hvítu, allar hurðir eru 800mm. Engir sólbekkir verða í gluggum.

Afhendingartími:

Afhendingartími íbúða er í mars 2023 eða fyrr.

Share by: